Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 16:15
Victor Pálsson
Danmörk: Randers skoraði fjögur gegn Brondby - Hjörtur komst á blað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brondby tapaði nokkuð óvænt í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Randers FC á útivelli í 28. umferð.

Brondby er að berjast um toppsætið við Midtjylland og gat komið sér á toppinn með sigri.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers og sá hann sína menn vinna frábæran 4-2 sigur. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar.

Hjörtur Hermannsson byrjaði í vörninni hjá Brondby og skoraði hann einmitt fyrsta mark leiksins fyrir gestina.

Randers bætti við þremur mörkum í kjölfarið áður en Brondby mistókst að skora úr víti.

Simon Hedlund lagaði svo stöðuna í 3-2 fyrir Brondby áður en heimaliðið bætti við fjórða markinu í 4-2 sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner