Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Heldur valhoppið áfram?
Dumfries og Martínez spáð mörkum.
Dumfries og Martínez spáð mörkum.
Mynd: EPA
Alli Jói og Aron Baldvin rýna í stjörnurnar.
Alli Jói og Aron Baldvin rýna í stjörnurnar.
Mynd: Fótbolti.net
Yamal og Raphinha gætu skorað.
Yamal og Raphinha gætu skorað.
Mynd: EPA
Klukkan 19:00 tekur Barcelona á móti Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast svo aftur eftir sex daga í Mílanó.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Enginn hafði trú á PSG sigri í gær og því er engin breyting í heildarkeppninni. Svona spá menn leik kvöldsins:

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Barcelona 1 - 1 Inter
Hingað til hefur þetta verið þægilegt fyrir Barcelona í Meistaradeildinni. Börsungar hafa valhoppað í gegnum þetta þangað til núna. Inter er alvöru lið sem gæti hentað Barcelona illa að mæta. Þetta fer jafnt og allt galopið fyrir seinni leikinn.

Aron Baldvin Þórðarson
Barcelona 2 - 0 Inter
Barca tekur þetta einvígi, hörkuleikur og allt það en Yamal skorar bæði.

Fótbolti.net - Arnar Laufdal
Barcelona 2 - 2 Inter
Þetta verður senu leikur á Spáni. Börsungar reyna að sækja mikið og skora tvö góð mörk í leiknum en reynslan og seiglan í Inter liðinu nær að troða inn tveimur mörkum. Raphinha og Torres með mörkin fyrir Barca - Martinez og Dumfries með mörkin fyrir Inter.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 17
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 18
Athugasemdir
banner
banner