Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fæ enn martraðir.
Fæ enn martraðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer hamförum.
Fer hamförum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyndnasti Íslendingurinn.
Fyndnasti Íslendingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Farinn að kvíða fyrir leikjunum við Þór.
Farinn að kvíða fyrir leikjunum við Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðan missir hann röddina.
Síðan missir hann röddina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
emilskuli á Snap.
emilskuli á Snap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær boð í matarboð.
Fær boð í matarboð.
Mynd: EPA
Kári var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og var valinn í lið ársins. Í kjölfarið sýndu nokkur félög úr Bestu deildinni honum áhuga en hann endaði á því að vera áfram í Þrótti og verður þar lykilmaður í sumar.

Kári, sem er fæddur árið 2004, hefur alls spilað 98 KSÍ-leiki og skorað í þeim 21 mark. Í dag sýnir Kári á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kári Kristjánsson.

Gælunafn: Kri mjög vinsælt en mörg verri til sem ég ætla ekki að hleypa í dreifingu.

Aldur: 20 ára en styttist í 21

Hjúskaparstaða: megið spyrja aftur eftir nokkrar vikur!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Reykjavíkurmótið 2021 vs ÍR, minnistætt að Robbi hauks skaut í staðinn fyrir að setja mig í gegn eftir að ég vann hann í pressu. Fæ ennþá martraðir.

Uppáhalds drykkur: bleika orkan er að koma sterk inn annars ííískaldur Collab

Uppáhalds matsölustaður: þetta er allt komið langt út fyrir mitt budget en 2f1 á Lemon er go to.

Uppáhalds tölvuleikur: OG fortnite var svakalegt stuff, tölvan samt verið að safna ryki í 2-3 ár núna

Áttu hlutabréf eða rafmynt: ég þykist ætla koma mér í bitcoin leikinn en þetta er aðeins of flókið í bili.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: the office og lengstanundirbuningstimabilið, baldur sig fer hamförum þar, léttleikandi, spennandi og fullkominn lengd!

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir er að gera vel en Aviici er líka maður sem má ekki gleymast, myndin um hann á netflix var life changing.

Uppáhalds hlaðvarp: Vaktinn og köttarakastið, þeir vita sem vita

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok og hafðu það vel eitrað takk.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: þefa uppi einhverja frétt frá Steinke á .net eða beint í powerade slúðrið.

Fyndnasti Íslendingurinn: Björgvin Stefánsson, bigbostevens mætti í Þrótt í fyrra og það var hlegið og hlegið. Því miður var hann á þeim aldri að hann þurfti að spila og fór frá okkur.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Frá Ruben Amorim: “ Sorry kari about the performance vs wolves i will start obi martin next time, best wishes to laugardalur”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ég ætla bara að vera brutally honest og segja Fram. Úlfársardalur er rosa ósexy svæði og projectið hefur aldrei heillað, ekki það að þeir hafa einhvern áhuga á mér bara aldrei tengt við þá þvi miður.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ibrahima Baldé þegar hann var í Vestra í lengjunni. Ég var 18 ára og hann átti 30 kíló á mig. Hann lék sér að mér í 90 mín því miður. Rassinn og hendur út og ég var eins og fluga að reyna ná af honum boltanum. Farinn að kvíða fyrir leikjunum við Þór.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Doddi ( Þórður Einarsson) labbaði svo ég gæti hlaupið. Kennt mér svo margt sem leikmaður, í þjálfun og á lífið. Lærifaðir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Július Mar með sín öskur eru óþolandi en bara leikþáttur sem þarf að sjá í gegnum á fyrstu mínutunum síðan missir hann röddina.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Toni Kroos, ég sá alltaf eitthvað þar. Sé ekki eftir því í dag að hafa investað í hans hlutabréfum.

Sætasti sigurinn: seinasti leikur á móti Völsung í bikarnum var mjög sætur. 2-0 undir og snúa því við var frábært. Hvað þá að gera það á föstudeginum langa.

Mestu vonbrigðin: byrjunin í deildinni hjá okkur í fyrra var mikil vonbrigði.

Uppáhalds lið í enska: Ruben Amorim tricky Reds. Cunha og Delap á leiðinni og allt í blóma.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: ég tæki Aron Bjarnason heim og systir hans Andreu með í kvk liðið, mér líður best þegar Þróttarar spila með Þrótti. Þá yrði sumarið gott í Laugardalnum.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: það er bara hægt að loka augunum á æfingasvæðinu í Laugardalnum og velja hvern sem er. Efnilegir leikmenn út um allt en 09 strákarnir Bjössi og Jakob eru magnaðir, ef ég þyrfti að nefna einhverja.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Þegar Emil Skúli ( emilskuli a snap) er með grifflurnar, sokka yfir hné og vel gelaður þá eru fáir sem komast nálægt því leveli.

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Hafdís Hafsteins

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Leo Messi, ekki einu sinni umræða.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Make it Take it þegar þú skorar. Hversu stressandi að fá á sig mark og hitt liðið sækir boltann og byrjar um leið. Myndi krydda þetta vel.

Uppáhalds staður á Íslandi: Laugardalurinn á sumardegi.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: í fyrra fagnaði ég innkasti í andlitið á Nikola Stojanovic á miðjum velli móti Dalvík og fékk gult spjald frá Pétri löggu. Ekki nema mánuði seinna byrjuðum við saman í námi í HR og það var hrikalega óþægilegt á milli okkar fyrstu dagana enn í dag er þetta einn besti vinur minn. Magnaður þessi heimur.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Mér finnst extra mikilvægt að vera góður við annað fólk seinasta sólarhring fyrir kickoff. Gefur mér gott juju inn í leikinn.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: pílan á jólunum og playoffs í körfu í apríl, þetta klassíska.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: sund, það er ennþá að koma í bakið á mér í háskólanum.

Vandræðalegasta augnablik: Mér dettur bara í hug þegar við töpuðum 11-0 fyrir Gróttu í fyrsta leik í Íslandsmóti í 4fl. Orri Steinn, Kjartan Kári, Grímur Ingi og Benoný Breki voru aðeins betri en við er óhætt að segja. Ég var með bandið og hafði engin svör.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Amad diallo, benóny haralds og jack grealish. Benó og Grealish fullir á meðan ég og Amad myndum velta þungu steinunum. Sé þetta ekki klikka.

Bestur/best í klefanum og af hverju: mesti meistarinn er Njörður Þórhalls og minnsti meistarinn er bróðir hans Hlynur. Magnað hvernig genin dreyfðust svona óheppilega milli þeirra.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: ég væri til í að sjá Unnar stein og Viktor Andra í Alheimsdrauminum. Miðað við hvað kjúklingasúpan á Fosshótel á Húsavík fór illa í þá væri það unreal TV að sjá þá drekka blóð úr hest og fleira sniðugt.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Skíthræddur við hunda. Held ég hafi lent illa í þeim í fyrra lífi og eltir mig enn.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórir Guðjónsson. Labbaði inn einn daginn með “ég á þetta ég má þetta” look og eftir það er lífið orðið aðeins betra.

Hverju laugstu síðast: laug líklegast einhverju að sjálfum mér til að láta mér líða aðeins betur með mig.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: þegar nýi styrktarþjálfarinn Thiago er búinn að setja upp sínar drillur í upphitun þá deyr eitthvað inn í mér.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bruno fernandes um nokkur tips á vítapunktinum.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: kaupið Lifi kortið og mætið á völlinn svo að þessi snilldarhugmynd skrifstofunnar fái ástina sem hún á skilið.
Athugasemdir
banner