Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 12:17
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum kvenna
Drátturinn hefst klukkan 12
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00 í dag, miðvikudaginn 30. apríl.

Önnur umferð mótsins var spiluð um liðna helgi og á mánudag.

Að venju verður það mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, sem stýrir drættinum, en honum til aðstoðar að þessu sinni verður Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.

Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni textalýsingu

16-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. maí en hér að neðan má sjá hvaða lið eru í pottinum.

Þessar viðureignir komu upp úr pottinum:
Fylkir - FH
Þróttur - Víkingur
Stjarnan - Tindastóll
FHL - Breiðablik
ÍBV - Völsungur
Þór/KA - KR
Fram - Valur
HK - Grindavík/NJarðvík
12:15
Drættinum er þar með lokið
Allir á völlinn!

Eyða Breyta
12:14
Fylkir - FH
Þá er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum.

Eyða Breyta
12:14
Fylkir fær heimaleik í Árbænum.

Eyða Breyta
12:13
Þróttur - Víkingur
Reykjavíkurslagur í Laugardal.

Eyða Breyta
12:13
Þróttur fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:13
Stjarnan - Tindastóll
Stólarnir á Dúllubar.

Eyða Breyta
12:12
Stjarnan fær heimaleik í Garðabæ

Eyða Breyta
12:12
FHL - Breiðablik
Íslandsmeistararnir fara í Fjarðabyggðahöllina.

Eyða Breyta
12:12
FHL fær heimaleik fyrir austan.

Eyða Breyta
12:11
ÍBV - Völsungur
Hressandi ferðalag framundan fyrir Húsvíkinga.

Eyða Breyta
12:11
ÍBV fær heimaleik í Eyjum. Enginn fulltrúi frá ÍBV svo Þorsteinn dregur.

Eyða Breyta
12:11
Þór/KA - KR
KR fer norður.

Eyða Breyta
12:10
Þór/KA fær heimaleik fyrir norðan. Enginn fulltrúi frá liðinu svo Þorsteinn Halldórsson dregur fyrir þeirra hönd.

Eyða Breyta
12:10
Fram - Valur
Ríkjandi meistarar halda í Dal draumanna.

Eyða Breyta
12:09
Fram fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:09
HK - Grindavík/Njarðvík
Sameinað lið frá Suðurnesjunum fer í Kórinn.

Eyða Breyta
12:09
Fyrsta heimalið úr pottunum er HK
Hvaða lið fer í Kórinn?

Eyða Breyta
12:08
Klói mættur!!! Óvænt
Óvæntur gestur, Klói kókómjólkurköttur mun einnig aðstoða við dráttinn.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
12:06
Birkir Sveins tekur til máls
Birkir fer yfir fyrkomulagið í drættinum og býður fólk velkomið. Segir fólki að njóta þeirra veitinga sem eru í boði.

Eyða Breyta
12:00
Dregið rétt yfir 12... styttist í þetta
Fólk er að skófla í sig glæsilegum veitingum og væntanlega verður byrjað að hræra í pottunum núna rétt yfir 12. Young Glacier, Jökull Þorkels á mbl, var fyrstur í kökuna.

Eyða Breyta
11:51
Nik og Óskar Smári gera upp gærkvöldið
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Íslandsmeistarar Breiðabliks slátruðu nýliðum Fram 7-1 í Bestu deildinni í gær og áður en athöfnin hefst þá ræða þjálfararnir tveir um leikinn. Báðir virka þeir brattir.

Eyða Breyta
11:49
Birkir Sveinsson mættur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Bestur Íslendinga að draga, aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist hjá honum. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari mun aðstoða hann við drátt dagsins.

Eyða Breyta
11:41
Tækifærið var notað til að kíkja aðeins út á Laugardalsvöll

Verið að leggja hybrid grasið og það er viss áfangi að sjá græna litinn á vallarfletinum.

Eyða Breyta
11:28
Hver ætli taki af skarið og skeri fyrstu sneiðina?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon



Eyða Breyta
11:10
Valur er ríkjandi bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Pétur Pétursson kvaddi Val með bikarmeistaratitlinum. Valur vann 2-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitaleiknum í fyrra. Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku svo við stjórn liðsins

Eyða Breyta
11:05
Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr pottunum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, Melavelli á 1. hæð. Liðin í Bestu deild kvenna koma inn í keppnina ásamt þeim sex félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari mun byrja á því að draga heimalið og svo kemur fulltrúi þess liðs og dregur andstæðing. 16-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. maí.

Eyða Breyta
08:00
Eftirfarandi lið eru í pottinum
Breiðablik
FH
FHL
Fram
Fylkir
Grindavík/Njarðvík
HK
ÍBV
KR
Stjarnan
Þór/KA
Þróttur R.
Tindastóll
Valur
Víkingur R.
Völsungur

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner