Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 02. júní 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns: Ætla ekki að hætta mér í þessa umræðu
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er í fjórða sæti með 11 stig.
FH er í fjórða sæti með 11 stig.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skemmtileg hefð hefur myndast fyrir leiki FH í Pepsi Max-deildinni í sumar. FH-ingar halda fréttamannafundi í gegnum Facebook-síðu sína þar sem Ólafur Kristjánsson fær nokkrar spurningar fyrir komandi leik.

FH mætir í kvöld Breiðabliki, félagi sem Ólafur gerði að Íslandsmeisturum 2010.

„Það verður spennandi að spila við þá. Þeir eru með virkilega gott lið og hafa verið sterkir upp á síðkastið. Þeir eru sterkir varnarlega, þéttir. Þeir geta varist aftarlega, geta líka sett pressu, geta spilað boltanum, haldið honum, þeir geta farið hratt. Þeir eru með virkilega flott lið," sagði Óli.

„Við munum eftir leik í fyrra þar sem við vorum ekki slakari, ef ekki betri í 75 mínútur, en töpum samt 4-1. Það segir svolítið um það hvernig þeir geta refsað liðum. Við þurfum að eiga virkilega góðan leik."

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli, á nýju gervigrasi þar. Helmingur liðanna í Pepsi Max-deildanna eru núna með gervigras á heimavelli sínum. FH-ingar eru á náttúrulegu grasi.

„Við horfum út á völlinn okkar, virkilega flottan grasvöll. Það ilmar allt af nýsleginni töðu. Ég fýla það helvíti vel. Ég ætla ekki að hætta mér í þessa umræðu. Ef ég tjái mig um eitthvað svona, hvort sem það er álag eða gervigras, þá er það afgreitt sem væl. Pólitíkusarnir í hverju bæjarfélagi þeir ákveða hvort það sé gras eða gervigras. Svo spilum við á því sem er boðið upp á."

Staðan á Lennon
Steven Lennon hefur verið meiddur í upphafi móts og aðeins verið að koma inn á í leikjum. Þegar hann hefur verið að koma inn á hefur hann verið að standa sig vel.

„Við höfum ekki alveg vitað hvað hefur verið að hrjá hann og þá hefur maður kannski farið aðeins varlega í mínúturnar sem hann fær. Við bindum vonir við það að þegar við komum aftur eftir þetta hálfs mánaðar hlé sem verður núna að hann verði miklu, miklu nær því að spila 90 mínútur. Við sjáum hvernig líkaminn bregst við eftir þessa leiki sem hann hefur verið að spila."

„Auðvitað verður það frábært ef Lennon getur orðið 90 mínútna maður. Hann hefur verið virkilega drjúgur í þessum fáu mínútum sem hann hefur fengið. Við vitum það að ef hann er 90 mínútna maður þá verðum við enn sterkari," sagði Ólafur.

Leikir dagsins:
16:00 KR-KA (Meistaravellir)
16:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
17:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner