Klukkan 19:15 flautar Helgi Mikael Jónasson til leiks á Origo vellinum á Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti FH í 10.umferð Bestu deildar karla.
Valur vann frábæran sigur á Víking Reykjavík í síðustu umferð á meðan FH vann góðan 4-3 heimasigur á HK.
Valur vann frábæran sigur á Víking Reykjavík í síðustu umferð á meðan FH vann góðan 4-3 heimasigur á HK.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 FH
Arnar Grétarsson þjálfari Vals gerir eina breytingu frá sigrinum í Víkinni. Adam Ægir Pálsson kemur inn í liðið fyrir Guðmund Andra Tryggvason sem er ekki í hóp í kvöld en hann fór meiddur af velli snemma leiks gegn Víking. Tryggvi Hrafn Haraldsson er á sínum stað í liði Vals en hann var magnaður gegn Víking í síðustu umferð.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir einnig eina breytingu á liði sínu frá sigrinum gegn HK. Kjartan Henry kemur inn fyrir nafna sinn Kjartan Kára Halldórsson sem fær sér sæti á bekknum.
Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Jóhann Ægir Arnarsson
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Davíð Snær Jóhannsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir