Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 02. júní 2023 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fiorentina endaði tímabilið á sigri
Mynd: EPA
Sassuolo 1 - 3 Fiorentina
0-1 Arthur Cabral ('46 )
1-1 Domenico Berardi ('71 , víti)
1-2 Riccardo Saponara ('79 )
1-3 Nicolas Gonzalez ('83 )
Rautt spjald: ,Ruan Tressoldi, Sassuolo ('81)Rogerio, Sassuolo ('87)

Fiorentina kláraði tímabilið í Seríu A á því að vinna Sassuolo, 3-1, í dag.

Brasilíski framherjinn Arthur Cabral skoraði í byrjun síðari hálfleiks áður en Domenico Berardi jafnaði úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Riccardo Saponara kom Fiorentina í 2-1 á 79. mínútu og tveimur mínútum síðar fékk Ruan Tressoldi, leikmaður Sassuolo, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Argentínumaðurinn Nicolas Gonzalez bætti við þriðja marki Fiorentina áður en dómarinn fækkaði heimamönnum niður í níu menn eftir að Rogerio æsti sig við dómarann.

Lokatölur 3-1 og Fiorentina í 8. sæti með 56 stig en Sassuolo í 13. sæti með 45 stig. Ágætis veganesti fyrir Fiorentina sem mætir síðan West Ham í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á miðvikudag.
Athugasemdir