Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   fös 02. júní 2023 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki ánægður: Menn ætluðu að svara fyrir síðasta leik
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var að vonum ánægður með sigur Þórs gegn Ægi í Lengjudeildinni í dag eftir 6-0 tap liðsins gegn Fjölni í síðustu umferð.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Ægir

„Ánægður með endurkomuna eftir skellinn á móti Fjölni um daginn. Það er ekki létt að tapa stórt eins og við gerðum þá, það hefur áhrif á sjálfstraust leikmanna og allra sem eru í kringum liðið en ég er gríðarlega ánægður með svarið í dag," sagði Láki.

„Það er búið að vera erfið vika, búnir að æfa vel og menn voru einbeittir. Maður sá það í upphitun að menn ætluðu að svara fyrir síðasta leik og við gerðum það vel í dag gegn góðu Ægisliði."

Fannar Daði Malmquist Gíslason var í byrjunarliðinu í dag en hann er að loka hægt og rólega til baka eftir krossbandaslit. Hann skoraði fyrsta mark Þórs.

„Mér fannst hann frábær. Hann er örugglega að fara hlusta á þetta viðtal en við verðum að skammta honum mínútur og vera skynsamir, hann er gríðarlega mikilvægur liðinu," sagði Láki.


Athugasemdir
banner
banner
banner