Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kompany nýtir samböndin - Vill fá markvörð Man City
Arijanet Muric
Arijanet Muric
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, nýr stjóri Burnley, er í viðræðum við Manchester City um að fá Arijanet Muric frá félaginu en það er David Ornstein hjá Athletic sem greinir frá.

Muric er 23 ára gamall markvörður sem hefur verið á mála hjá Man City síðustu níu ár.

Hann var aðalmarkvörður Man City í enska deildabikarnum tímabilið 2018-2019, en hefur verið lánaður út frá félaginu öll tímabil síðan.

Muric var á láni hjá tyrkneska félaginu Adana Demirspor á síðustu leiktíð en gæti nú verið á leið í ensku B-deildina.

Ornstein segir frá því að Burnley sé í viðræðum við Man City um kaup á markverðinum en félögin eru þó ekki búin að ná saman þar sem Adana hefur einnig áhuga á að fá hann aftur.

Kompany reynir að nýta sér samböndin en hann lék með Man City í ellefu ár og vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum með liðinu, en hann er nú þegar búinn að næla í Taylor Harwood-Bellis á láni frá félaginu.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner