Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. september 2019 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Eðvaldsson er látinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari karla, er látinn, 62 ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Atli spilaði 70 A-landsleiki og skoraði 8 mörk, en hann var auk þess fyrirliði landsliðsins.

Atli ólst upp hjá Ármanni áður en hann fór í Val og lék þar í sex ár. Hann samdi svo við þýska stórliðið Borussia Dortmund. Hann var gerður að framherja þar. Atli spilaði 30 leiki með Dortmund og skoraði 11 mörk áður en hann samdi við Fortuna Dusseldorf, einnig í Þýskalandi.

Hann lék einnig með KFC Uerdingen 05 og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Gençlerbirliği í Tyrklandi áður en hann sneri heim og gekk í raðir KR. Hann endaði leikmannaferil sinn í HK árið 1993.

Hann hóf þjálfaraferil sinn í Vestmannaeyjum, hjá ÍBV. Hann tók svo við Fylki og eftir það KR. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum 1999 og tók svo við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði íslenska landsliðið til 2003.

Eftir að hann lét af störfum hjá landsliðinu, þá þjálfaði hann Þrótt R., Val, Reyni Sandgerði og Aftureldingu hér heima. Hann tók við Kristianstad í Svíþjóð 2017 og þjálfaði Hamar í 4. deildinni í fyrra. Svo sannarlega goðsögn í íslenskum fótbolta.

Hann ræddi um veikindi sín í ítarlegu viðtali við RÚV í fyrra.

Kvennalandsliðið spilar á eftir gegn Slóvakíu og verða leikmenn liðsins með sorgarbönd.

Fótbolti.net vottar aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner