Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 02. september 2022 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Kórdrengir með góðan sigur á Gróttu
Lengjudeildin
Alex Freyr Harðarson
Alex Freyr Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grótta 1 - 3 Kórdrengir
0-1 Morten Ohlsen Hansen ('44)
1-1 Ívan Óli Santos ('57)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested ('59)
1-3 Axel Freyr Harðarson ('95)

Grótta fékk Kórdrengi í heimsókn í síðasta leik kvöldsins í Lengjudeildinni. 


Morten Ohlsen Hansen kom Kórdrengjum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir gæsilegan samleik við Bjarka Björn Gunnarsson. Vond tímasetning fyrir Gróttu.

Þeir byrjuðu hins vegar síðari hálfleikinn vel og Ívan Óli Santos jafnaði metin fyrir Gróttu eftir tæplega klukkutíma leik. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís þar sem Sverrir Páll Hjaltested kom Kórdrengjum aftur yfir tveimur mínútum síðar.

Axel Freyr Harðarson gulltryggði síðan Kórdrengjum sigurinn með marki í uppbótartíma.

Kórdrengir fara upp í 6. sæti úr því níunda með þessum sigri. Grótta er áfram í 4. sæti.


Athugasemdir
banner