Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, er í liði vikunnar í dönsku úrvalsdeildinni og þá var Stefán Ingi Sigurðarson valinn í úrvalslið vikunnar í Noregi.
Mikael hefur verið einn af bestu mönnum dönsku deildarinnar í byrjun tímabils.
Hann hefur komið að sex mörkum í fyrstu sjö umferðum deildarinnar, en um helgina skoraði hann og lagði upp í 4-2 endurkomusigri á Nordsjælland.
Danska úrvalsdeildin hefur nú tilkynnt lið 7. umferðar og er Mikael Nevilel á miðsvæðinu í því liði.
Framherjinn Stefán Ingi var þá frábær í 1-1 jafntefli Sandefjord gegn Ham/Kam um helgina.
Hann var valinn í úrvalslið umferðarinnar á SofaScore, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í liðinu. Hann fær 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína.
Profiler fra seks forskellige klubber har vundet vej til startopstillingen på Rundens Hold i 7. spillerunde. #sldk | #rundenshold pic.twitter.com/P90z1W0d3i
— 3F Superliga (@Superligaen) September 2, 2024
Team of the Week provided by Sofascore
Athugasemdir