Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Mikael og Stefán Ingi í liðum vikunnar
Mikael Neville hefur verið einn af bestu mönnum dönsku úrvalsdeildarinnar í byrjun tímabils
Mikael Neville hefur verið einn af bestu mönnum dönsku úrvalsdeildarinnar í byrjun tímabils
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi skoraði fyrir Sandefjord
Stefán Ingi skoraði fyrir Sandefjord
Mynd: Sandefjord
Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, er í liði vikunnar í dönsku úrvalsdeildinni og þá var Stefán Ingi Sigurðarson valinn í úrvalslið vikunnar í Noregi.

Mikael hefur verið einn af bestu mönnum dönsku deildarinnar í byrjun tímabils.

Hann hefur komið að sex mörkum í fyrstu sjö umferðum deildarinnar, en um helgina skoraði hann og lagði upp í 4-2 endurkomusigri á Nordsjælland.

Danska úrvalsdeildin hefur nú tilkynnt lið 7. umferðar og er Mikael Nevilel á miðsvæðinu í því liði.

Framherjinn Stefán Ingi var þá frábær í 1-1 jafntefli Sandefjord gegn Ham/Kam um helgina.

Hann var valinn í úrvalslið umferðarinnar á SofaScore, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í liðinu. Hann fær 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína.



Team of the Week provided by Sofascore

Athugasemdir
banner
banner
banner