fös 02. október 2020 19:49
Victor Pálsson
Andreas Pereira til Lazio (Staðfest)
Mynd: Lazio
Miðjumaðurinn Andreas Pereira hefuir skrifað undir samning við ítalska stórliðið Lazio en þetta var staðfest nú í kvöld.

Pereira kemur til Lazio frá Manchester United en hann gerði eins árs langan lánssamning við félagið.

Ef Pereira stenst væntingar á Ítalíu þá getur Lazio keypt leikmanninn þegar lánssamningnum lýkur.

Pereira var alls ekki fyrsti maður á blað á Old Trafford og fékk því grænt ljós á að semja við annað félag til að fá frekari mínútur á vellinum.

Pereira er 24 ára gamall Brasilíumaður en hann hefur einnig leikið með Granada og Valencia á láni. Hann á að baki einn landsleik fyrir Brasilíu.

Lazio er að styrkja sig fyrir gluggalok en liðið keypti einnig vinstri bakvörðinn Mohamed Fares í fyrradag en hann kom frá Spal.

Athugasemdir
banner
banner
banner