fös 02. október 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren í skýjunum með að fá áhorfendur
Icelandair
Hamren ræðir við Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúa  á fréttamannafundi í dag.
Hamren ræðir við Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúa á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, er í skýjunum með að áhorfendur verði leyfðir í leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM.

Liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudag og eins og staðan er núna er reiknað með leyfi fyrir 1500 áhorfendum. KSÍ stefnir á að opna miðasölu eftir helgi.

„Ég var ánægður þegar ég heyrði þetta. Ég veit að Tólfan og stuðningsmennirnir okkar munu gefa okkur orkuna sem við þurfum í þessum leik," sagði Eirk.

„Þegar það var dregið í umspilið sagði ég að þetta væri 50/50 en með fullan leikvang væri þetta 55/45 fyrir heimaliðinu út af stuðningsmönnum. Án stuðningsmanna eru kostir þess að vera á heimavelli mun minni."

„Ég býst við að allir stuðningsmenn sem komi hingað sýni liðinu stuðning og sýni hversu mikið Ísland vill fara á EM. Þeir geta verið auka hvatning og í svona leik eru það lítil atriði sem vinna leikinn. Þeir geta virkilega hjálpað okkur. Ég vil sjá stuðningsmennina hér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner