Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 02. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fares til Lazio (Staðfest) - Andreas Pereira lentur
Lazio er að bæta við leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í ítalska boltanum og Meistaradeildinni.

Liðið staðfesti kaup á vinstri vængbakverðinum Mohamed Fares í gær en Lazio borgar 10 milljónir evra fyrir hann.

Fares er 24 ára gamall og gerði frábæra hluti hjá Spal fyrir tveimur árum. Hann meiddist illa og missti af síðustu leiktíð en Simone Inzaghi og Igli Tare, þjálfari og íþróttastjóri Lazio, hafa miklar mætur á honum.

Þá er Andreas Pereira, miðjumaður Manchester United, lentur í Róm þar sem hann er að skrifa undir lánssamning við Lazio út tímabilið.




Athugasemdir
banner