Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   lau 02. október 2021 17:34
Haraldur Örn Haraldsson
Kristall Máni: Við ætlum okkur að taka tvennuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason leikmaður Víkinga skoraði öll 3 mörk sína manna og fleytti liðinu sínu áfram í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Kristall var yfirvegaður og rólegur eftir þetta afrek þegar hann var tekinn í viðtal.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  3 Víkingur R.

Þrenna fyrir þig í dag og þú skýtur Víkingum í úrslitaleikinn hvernig líður þér?

„Það er náttúrulega alltaf gott að vinna bara og komast í úrslit þannig mér líður bara nokkuð vel."

Íslandsmeistarar síðustu helgi, komnir í úrslit bikars í dag þetta hlítur að vera tóm sæluvíma?

„Nei nei, þetta er bara eins og maður bjóst við. Við erum með gott lið og við ætlum okkur að vinna bikarinn og taka tvennuna."

Hvernig sér framtíðin við þér, verður þú áfram hjá Vikingi?

„Mig langar að vera áfram í Víking við erum komnir í „champa"(Meistaradeild Evópu) eða undankeppnina þar og ég er bara spenntur fyrir því."

Spenntur fyrir að fara í utanlandsferðir að spila fótbolta?

„Já ég er helvíti spenntur fyrir því og sérstaklega með þessum hóp þetta er bara geðveikt."

Næst er ÍA í úrslitaleiknum, hvernig líst þér á það verkefni?

„Þeir eru búnir að vera „on fire" síðustu 5 leiki. Þetta verður bara hörkuleikur þeir eru með gott lið og við verðum bara vera stemndir og þá held ég að við tökum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner