Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   lau 02. október 2021 17:34
Haraldur Örn Haraldsson
Kristall Máni: Við ætlum okkur að taka tvennuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason leikmaður Víkinga skoraði öll 3 mörk sína manna og fleytti liðinu sínu áfram í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Kristall var yfirvegaður og rólegur eftir þetta afrek þegar hann var tekinn í viðtal.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  3 Víkingur R.

Þrenna fyrir þig í dag og þú skýtur Víkingum í úrslitaleikinn hvernig líður þér?

„Það er náttúrulega alltaf gott að vinna bara og komast í úrslit þannig mér líður bara nokkuð vel."

Íslandsmeistarar síðustu helgi, komnir í úrslit bikars í dag þetta hlítur að vera tóm sæluvíma?

„Nei nei, þetta er bara eins og maður bjóst við. Við erum með gott lið og við ætlum okkur að vinna bikarinn og taka tvennuna."

Hvernig sér framtíðin við þér, verður þú áfram hjá Vikingi?

„Mig langar að vera áfram í Víking við erum komnir í „champa"(Meistaradeild Evópu) eða undankeppnina þar og ég er bara spenntur fyrir því."

Spenntur fyrir að fara í utanlandsferðir að spila fótbolta?

„Já ég er helvíti spenntur fyrir því og sérstaklega með þessum hóp þetta er bara geðveikt."

Næst er ÍA í úrslitaleiknum, hvernig líst þér á það verkefni?

„Þeir eru búnir að vera „on fire" síðustu 5 leiki. Þetta verður bara hörkuleikur þeir eru með gott lið og við verðum bara vera stemndir og þá held ég að við tökum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner