Kristall Máni Ingason leikmaður Víkinga skoraði öll 3 mörk sína manna og fleytti liðinu sínu áfram í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.
Kristall var yfirvegaður og rólegur eftir þetta afrek þegar hann var tekinn í viðtal.
Kristall var yfirvegaður og rólegur eftir þetta afrek þegar hann var tekinn í viðtal.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 3 Víkingur R.
Þrenna fyrir þig í dag og þú skýtur Víkingum í úrslitaleikinn hvernig líður þér?
„Það er náttúrulega alltaf gott að vinna bara og komast í úrslit þannig mér líður bara nokkuð vel."
Íslandsmeistarar síðustu helgi, komnir í úrslit bikars í dag þetta hlítur að vera tóm sæluvíma?
„Nei nei, þetta er bara eins og maður bjóst við. Við erum með gott lið og við ætlum okkur að vinna bikarinn og taka tvennuna."
Hvernig sér framtíðin við þér, verður þú áfram hjá Vikingi?
„Mig langar að vera áfram í Víking við erum komnir í „champa"(Meistaradeild Evópu) eða undankeppnina þar og ég er bara spenntur fyrir því."
Spenntur fyrir að fara í utanlandsferðir að spila fótbolta?
„Já ég er helvíti spenntur fyrir því og sérstaklega með þessum hóp þetta er bara geðveikt."
Næst er ÍA í úrslitaleiknum, hvernig líst þér á það verkefni?
„Þeir eru búnir að vera „on fire" síðustu 5 leiki. Þetta verður bara hörkuleikur þeir eru með gott lið og við verðum bara vera stemndir og þá held ég að við tökum þetta."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir