Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 02. október 2022 17:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Sinisterra fékk rautt í markalausu jafntefli
Luis Sinisterra fékk rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks
Luis Sinisterra fékk rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks
Mynd: EPA
Leeds 0 - 0 Aston Villa
Rautt spjald: Luis Sinisterra, Leeds ('48)

Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Elland Road í dag. Luis Sinisterra, leikmaður Leeds, fékk rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks.

Bæði lið fengu sín færi í fyrri hálfleiknum. Ilian Meslier, markvörður Leeds, átti nokkrar góðar vörslur og þá átti Emiliano Martinez einnig ágætis vörslur hinum megin á vellinum en liðunum tókst ekki að finna netmöskvana á fyrstu 45 mínútunum.

Kólumbíski vængmaðurinn Luis Sinisterra var rekinn af velli á 49. mínútu leiksins eftir ljóta tæklingu á Jacob Ramsey og hann því sendur í sturtu.

Villa-menn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Meslier átti góðan dag í markinu og átti þátt í að bjarga þessu stigi fyrir Leeds sem er nú með 9 stig í 12. sæti en Aston Villa í 14. sæti með 8 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner