Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   sun 02. október 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lið sem allir koma til með að muna eftir - „Óraði ekki fyrir þessu árið 2019"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann þriðja bikarmeistaratitil sinn í röð í gær er liðið hafði betur gegn FH, 3-2, á Laugardalsvelli. Liðið hefur svo sannarlega skráð sig í sögubækurnar.

Víkingur er aðeins fjórða liðið í sögunni til að vinna bikarinn þrisvar í röð.

Bikarkeppnin var sett á laggirnar árið 1960. KR vann hana fimm sinnum í röð og var því fyrsta liðið. ÍA gerði það snemma á níunda áratugnum og Valur vann svo þrisvar í röð í byrjun tíunda áratugarins.

Víkingur hefur nú unnið fjóra titla á fjórum árum. Það vann bæði deild- og bikar á síðasta tímabili. Verður þetta ferskt í manna minnum eftir 20-30 ár?

„Já, ég meina sagan er skrifuð af svona liði sem er alltaf að mæta í úrslitaleiki og berjast um titla. Þetta er einföld stærfræði, því oftar sem þú ert í þessum leikjum því meiri líkur á að vinna það. Það að vinna þrjú ár í röð eða þrjá titla í röð, þá er ég bara mjög 'humble'."

„Ég er stoltur af strákunum og klúbbnum hvað við erum komnir langt. Ég óraði ekki fyrir árið 2019 og væri að ljúga virkilega mikið ef ég myndi segja á fjórum árum væri ég búinn að vinna fjóra titla. Þetta er ótrúleg tilfinning,"
sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fótbolta.net í gær.

Logi Tómasson, sem var frábær í leiknum í gær, segir að það hljóti að vera að fólk komi til með að muna eftir þessu.

„Það hlýtur að vera. Við höfum unnið bikarinn þrjú ár í röð og tvöfaldir meistarar í fyrra. Ég veit ekki um lið sem hefur unnið svona marga titla á stuttum tíma, ekki nema í gamla daga. Ég veit ekkert um það," sagði Logi við Fótbolta.net.
Arnar Gunnlaugs: Gott að vera kominn í sögubækurnar
Athugasemdir
banner
banner
banner