Landsliðsþjálfarinn Age Hareide ræddi um stöðu Hákonar Rafns Valdimarssonar fyrir síðustu landsleiki. Hann hafði áhyggjur af því að Hákon væri ekkert að spila með Brentford. Þar er hann varamarkvörður fyrir Mark Flekken.
Hákon hefur spilað tvo leiki fyrir Brentford, báða í deildabikarnum og var seinni leikurinn fyrir tveimur vikum síðan. Hareide er ekki ánægður með stöðu Hákonar.
Hákon hefur spilað tvo leiki fyrir Brentford, báða í deildabikarnum og var seinni leikurinn fyrir tveimur vikum síðan. Hareide er ekki ánægður með stöðu Hákonar.
„Nei (ég er ekki ánægður með stöðuna). Hann spilaði gegn Leyton Orient og leysti úr því sem hann þurfti að eiga við. Hann átti margar snertingar á boltann af því að Brentford byggir upp spil frá aftasta manni. Það var eina æfingin sem hann fékk (úr þeim leik)."
„Til lengri tíma mun þessi staða ekki hjálpa Hákoni neitt. Elías (Rafn Ólafsson) er að spila reglulega með Midtjylland og Patrik (Sigurður Gunnarsson) með Kortrijk. Við þurfum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur maður, ég held hann skilji stöðuna, skilji að þetta er ekki nóg. Ég var í þessari stöðu hjá Noregi, þá var markvörður sem sat á bekknum. Þetta er eins með markmenn og útileikmenn; ef þú situr á bekknum þá ertu ekki að spila, bara að æfa. Við þurfum að hafa leikmenn í landsliðinu sem eru að spila. Hingað til hefur Hákon gert vel, ekki hægt að setja neitt út á hann. En við þurfum að fylgjast vel með stöðunni fram að undankeppni HM. Þá er enn mikilvægar að velja réttan kost. Við bíðum og sjáum til."
Mun ræða við Hákon þegar hann kemur
Hareide var spurður hvort hann væri að íhuga markmannsbreytingu á þessum tímapunkti.
„Nei. Ég veit það ekki. Við þurfum að tala við Hákon þegar hann kemur, sjá hvernig hann er og hvernig honum líður. Við gerum það alltaf. Fjalar (Þorgeirsson) er með góða stjórn á markmönnunum og þeir vinna mjög vel saman. Ef við gerum breytingu þá þarf ekki að hafa áhyggjur því við erum með þrjá mjög góða markmenn," sagði landsliðsþjálfarinn.
Framundan eru heimaleikir gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Hákon hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins frá því í nóvember á síðasta ári.
Athugasemdir