Hákon Rafn Valdimarsson er í dag varamarkvörður Mark Flekken hjá Brentford. Hákon er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og vonum við Íslendingar að hann fái tækifærið í rammanum í kvöld þegar Brentford mætir Colchester í deildabikarnum.
Hákon er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum og Age Hareide, þjálfari liðsins, var spurður út í Hákon í dag. Vonast þú til að hann þreyti frumraun sína með Brentford í kvöld?
Hákon er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum og Age Hareide, þjálfari liðsins, var spurður út í Hákon í dag. Vonast þú til að hann þreyti frumraun sína með Brentford í kvöld?
„Þetta er alltaf erfitt. Hákon hefur gert mjög vel fyrir okkur og ég er ekki svo áhyggjufullur fyrir þennan landsleikjaglugga, en ég hef áhyggjur ef staðan helst óbreytt. Það er heppilegt fyrir okkur að Elías (Rafn Ólafsson) er kominn til baka (til Danmerkur) og er að spila mjög vel fyrir Midtjylland. Hann þarf að sýna gæðin sín aftur í kvöld í umspilinu fyrir Meistaradeildina," segir Hareide.
„Hákon hefur staðið sig vel í æfingaleikjunum með Brentford og þeir hafa sent okkur öll vídeó af honum í sumar sem þeir áttu. Núna er ekki svo mikilvægt að hann sé að spila, en þegar við komum inn í október, þegar við spilum gegn Tyrklandi og Wales, þá verðum við að vera með markvörð sem er að spila reglulega. Vonandi fær Hákon tækifæri og getur sýnt gæði sín."
Hákon spilaði síðast keppnisleik með félagsliði í nóvember í fyrra. Þá lék hann með Elfsborg og var svo í kjölfarið keyptur til Brentford. Hareide segir að staða hans sem aðalmarkvörður landsliðsins sé í hættu ef staða hans hjá Brentford breytist ekki á næstu vikum.
„Ef staðan breytist ekki fyrir næsta landsleikjaglugga, þá verður staða hans í hættu. Hann hefur spilað síðustu sjö leiki fyrir okkur og staðið sig vel. Núna er mikilvægt að halda þeim sem hafa verið að spila eins mikið saman og hægt er, það er mikilvægt fyrir landsliðið. En fyrir október þá þarf ég að skoða stöðuna betur. Ég mun einnig ræða við Thomas Frank (stjóra Brentford) um framtíð Hákonar."
„Ég veit að það hafa félög reynt að fá hann á láni. Ég hefði viljað það frekar (að hann færi á láni) í stað þess að hann sitji á bekknum. En ég skil að Thomas vill hafa tvo bestu markverðina sína til taks," segir Hareide.
Leikur Colchester og Brentford hefst klukkan 18:45 í kvöld og leikur Slovan Bratislava og Midtjylland hefst klukkan 19:00. Staðan í því einvígi er 1-1 eftir fyrri leikinn í Danmörku.
Athugasemdir