Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 18:16
Elvar Geir Magnússon
Júlíus Mar fer í KR
Júlíus Mar er á leið í Vesturbæinn.
Júlíus Mar er á leið í Vesturbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun miðvörðurinn ungi Júlíus Mar Júlíusson ganga í raðir KR.

Júlíus hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður íslenska boltans og mikil umræða um framtíð hans verið í gangi síðustu mánuði.

Víkingur, Valur og ÍA voru með í baráttunni um Júlíus sem var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni.

Júlíus er tvítugur að aldri og var lykilmaður í vörn Fjölnis sem var lengi vel á toppi Lengjudeildarinnar í sumar en tapaði að lokum gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins.

Samningur hans við Fjölni var út næsta tímabil en Grafarvogsliðið mun fá væna upphæð fyrir að selja hann núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner