Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun miðvörðurinn ungi Júlíus Mar Júlíusson ganga í raðir KR.
Júlíus hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður íslenska boltans og mikil umræða um framtíð hans verið í gangi síðustu mánuði.
Víkingur, Valur og ÍA voru með í baráttunni um Júlíus sem var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni.
Júlíus hefur verið einn eftirsóttasti leikmaður íslenska boltans og mikil umræða um framtíð hans verið í gangi síðustu mánuði.
Víkingur, Valur og ÍA voru með í baráttunni um Júlíus sem var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni.
Júlíus er tvítugur að aldri og var lykilmaður í vörn Fjölnis sem var lengi vel á toppi Lengjudeildarinnar í sumar en tapaði að lokum gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins.
Samningur hans við Fjölni var út næsta tímabil en Grafarvogsliðið mun fá væna upphæð fyrir að selja hann núna.
Athugasemdir