Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 02. nóvember 2022 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir samkomulag við Val - „Besta lausnin fyrir alla aðila“
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson mun ganga formlega í raðir Vals frá Horsens um áramótin en þetta segir Niels Erik Söndergård, yfirmaður íþróttamála hjá danska félaginu við Tipsbladet.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Vals á láni frá Horsens fyrir tímabilið en hann lék 26 leiki fyrir Val á tímabilinu.

Valur hefur nú náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum og mun hann gera skipti sín varanleg um áramótin en þetta staðfestir Söndergård í viðtali við Tipsbladet.

„Ágúst hefur gert virkilega góða hluti hjá Val og þetta er besta lausnin fyrir alla aðila, að hann haldi áfram að þróa feril sinn þar. Þess vegna mun verða félagaskipti hans varanleg frá 1. janúar, ef hann nær samkomulagi um kaup og kjör við félagið,“ sagði Söndergård við Tipsbladet.

Ágúst hefur á sínum ferli leikið með Breiðabliki, Víkingi, Horsens, FH og Val. Hann var þá á mála hjá unglingaliði Norwich og Bröndby. Hann á að baki 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner