Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. desember 2023 10:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou skoðar miðjumenn í janúar - Phillips orðaður við Juventus
Powerade
Bentancur er á meiðslalistanum
Bentancur er á meiðslalistanum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Kalvin Phillips, Ivan Toney, Serhou Guirassy, Dusan Vlahovic, Khephren Thuram, Kylian Mbappe og fleiri koma við sögu.


Juventus er að undirbúa tilboð í Kalvin Phillips, 27, miðjumann Manchester City. (Mail)

Newcastle er einnig að íhuga tilboð í Phillips í janúar. (90 min)

Thomas Frank stjóri Brentford hefur sagt að hann býst við að Ivan Toney, 27, framherji liðsins verði áfram hjá liðinu út janúar mánuð. (Standard)

Þessi orð Frank hafa komið Arsenal og Chelsea í opna skjöldu en liðin hafa mikinn áhuga á leikmanninum. (Mirror)

Newcastle er að íhuga að kalla vængmanninn Yankuba Minteh, 19, til baka úr láni frá Feyenoord vegna meiðsla vandræða innan félagsins. (Telegraph)

Manchester United og Newcastle hafa áhuga á Serhou Guirassy, 27, framherja Stuttgart en hann er metinn á 15 milljónir punda. (Guardian)

Ange Postecoglou segir að Tottenham gæti þurft að kaupa miðjumann í janúar þar sem leikmenn eru ýmist meiddir eða að fara spila á Afríkumótinu. (Sky Sports)

Dusan Vlahovic, 23, framherji Juventus er í samningaviðræðum við félagið. Það gerir út um vonir Manchester United og Arsenal að næla í hann. (Gazzetta)

West Ham íhugar að kaupa Odsonne Edouard, 25, frá Crystal Palace og þá gæti Pablo Fornals, 27, yfirgefið félagið. (Football Transfers)

Liverpool vill kaupa franska miðjumanninn Khephren Thuram frá Nice. (Fichajes)

Liverpool setur ekki mikið púður í að reyna fá Kylian Mbappe næsta sumar. (Florian Plettenberg)

Real Madrid undirbýr lokatilboð í Mbappe í janúar. (Relevo)

Tottenham og Brentford berjast um vængmanninn Joha Bakayoko í janúar en hann er leikmaður PSV. (Football Insider)

Meiðsli Tyrell Malacia bakvörð Man Utd getur haft þau áhrif að Sergio Reguilon, 26, lánsmaður frá Tottenham gæti verið lengur hjá félaginu. (Talksport)

Man City er nálægt því að ná samkomulagi við Oscar Bobb, 20, um nýjan samning. (90 min)

Barcelona mun ekki borga 50 milljónir evra riftunarákvæði fyrir Nico Williams, 21, framherja Athletic Bilbao sem þýðir að meiri líkur eru á að hann fari annað næsta sumar. (Mundo Deportivo)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner