Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. desember 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stoltur af Blikum - „Ekkert grín að vera í Sambandsdeildinni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Kristján Ólafsson leikmaður Kalmar í Svíþjóð er gríðarlega stoltur af félögum sínum í Breiðablik sem hafa verið að spila í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar undanfarið.


Davíð lék með Blikum til ársins 2018 áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann hefur leikið með Álasund frá Noregi og nú sænska liðinu Kalmar.

Fótbolti.net ræddi við Davíð í gær en hann hefur fylgst grannt með sínum gömlu félögum í Sambandsdeildinni.

„Mér finnst gaman af þessu. Þekki það að spila með Högga (Höskuldi Gunnlaugssyni), Gísla (Eyjólfssyni), Oliver (Sigurjónsson) og Viktor Margeir. Þetta eru allt góðir vinir mínir þannig ég er klárlega að fylgjast með þeim," sagði Davíð.

Hann er ótrúlega stoltur af félaginu.

„Það er ógeðslega gaman og maður er stoltur fyrir hönd félagsins. Ég fer frá Breiðabliki þegar við erum nálægt þessu en ekki næstum því eins góðir og í dag. Það er gaman að vera úti og tala um að maður sé frá klúbbi á Íslandi sem er að gera góða hluti, það er ekkert grín að vera spila í Sambandsdeildinni," sagði Davíð.

Davíð Kristján sá sína menn tapa naumlega gegn Maccabi Tel Aviv á dögunum en hann vonast til að liðið nái í að minnsta kosti stig gegn Zorya í lokaleiknum ytra.


Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Athugasemdir
banner
banner