Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 03. janúar 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool lánar Kane til Hull (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City er búið að tryggja sér þjónustu miðjumannsins Herbie Kane sem kemur á lánssamningi frá Liverpool út tímabilið.

Kane er 21 árs og var fastamaður í liði Doncaster Rovers í ensku C-deildinni á síðustu leiktíð. Hann var í ungu byrjunarliði Liverpool sem tapaði fyrir Aston Villa í deildabikarnum í desember.

Hull er að styrkja sig fyrir komandi átök í umspilsbaráttu Championship deildarinnar.

Hull er með 39 stig eftir 26 umferðir, tveimur stigum frá umspilssæti. Stuðningsmenn félagsins vilja ólmir sjá liðið komast upp aftur eftir þriggja ára fjarveru.
Athugasemdir
banner
banner
banner