Hull City er búið að tryggja sér þjónustu miðjumannsins Herbie Kane sem kemur á lánssamningi frá Liverpool út tímabilið.
                
                
                                    Kane er 21 árs og var fastamaður í liði Doncaster Rovers í ensku C-deildinni á síðustu leiktíð. Hann var í ungu byrjunarliði Liverpool sem tapaði fyrir Aston Villa í deildabikarnum í desember.
Hull er að styrkja sig fyrir komandi átök í umspilsbaráttu Championship deildarinnar.
Hull er með 39 stig eftir 26 umferðir, tveimur stigum frá umspilssæti. Stuðningsmenn félagsins vilja ólmir sjá liðið komast upp aftur eftir þriggja ára fjarveru.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                