Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 03. janúar 2020 11:03
Elvar Geir Magnússon
Sheffield United semur við Rodwell
Sheffield United hefur boðið miðjumanninum Jack Rodwell skammtímasamning. Félagið vonast til að hann geti spilað bikarleik gegn utandeildarliðinu AFC Fylde á sunnudag.

Þessi 28 ára leikmaður hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Blackburn síðasta sumar. Hann hefur æft með Sheffield undanfarnar vikur.

„Hann er auðvitað mjög hæfileikaríkur leikmaður sem ætti að spila reglulega í ensku úrvalsdeildinni en af einhverjum ástæðum er hann ekki að gera það. Hann er með gott hugarfar og hann verður hér í nokkra daga," sagði Chris Wilder, stjóri Sheffield United, um Rodwell á dögunum.

Rodwell var mikið efni þegar hann var hjá Everton á sínum tíma en ekki hefur spilast úr ferli hans eins og vonast var til.


Athugasemdir
banner