Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. janúar 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Watford lánar Foulquier til Granada (Staðfest)
Meðal skúrka í 8-0 tapi gegn Man City
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Dimitri Foulquier er genginn í raðir Granada að láni út tímabilið. Láninu fylgir kaupmöguleiki sem spænska félagið getur nýtt sér þar til næsta sumar.

Foulquier gekk til liðs við Watford frá Granada sumarið 2017 en tókst ekki að fóta sig í enska boltanum. Fyrstu tvö tímabilin var hann lánaður til Strasbourg og Getafe en í september spilaði hann sinn fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni.

Watford heimsótti þá Manchester City og var Foulquier skipt útaf eftir 33 mínútur, í stöðunni 5-0. Frakkinn virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Watford og ætlar félagið að losa sig við hann næsta sumar. Samningur Foulquier rennur út sumarið 2021.

Foulquier, 26 ára, þótti mikið efni á byrjun síðasta áratugs og var lykilmaður í unglingaliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu. Hann ákvað því að spila fyrir landslið Gvadelúpeyja, þar sem hann er uppalinn.

Granada leikur í efstu deild á Spáni og er með 24 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner