Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Héldum fund eftir tapið gegn Arsenal
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa var himinlifandi eftir flottan sigur gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ollie Watkins og John McGinn sáu um markaskorunina í 3-1 sigri og eru aftur komnir þremur stigum á eftir toppliði Arsenal, sem er 1-0 undir á útivelli gegn Bournemouth þessa stundina.

„Ég er svo ánægður með þennan sigur, við þurftum að endurheimta orkuna og sjálfstraustið eftir síðasta leik en ég er svo ánægður með viðbrögð leikmanna," sagði Emery að leikslokum, en Aston Villa steinlá 4-1 gegn Arsenal í vikunni eftir að hafa unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum fyrir það.

„Eftir tapið gegn Arsenal héldum við fund um hvað við þurfum að gera til að ná aftur sama striki og við vorum á. Strákarnir brugðust vel við. Mjög vel. Við vorum betra liðið og verðskulduðum að sigra. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að snúa beint aftur á sigurbrautina."

Emery hrósaði einnig John McGinn að leikslokum eftir að hann skoraði tvennu og var spurður út í leikmannamarkaðinn í janúarglugganum.

„Við erum með góðan hóp. Leikmennirnir sem við erum með hjá félaginu eru í forgangi, en við erum alltaf tilbúnir til að hreyfa okkur á leikmannamarkaðinum ef við finnum réttan leikmann. Það er ekki brýn nauðsyn á liðsstyrk."
Athugasemdir
banner
banner