Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 03. janúar 2026 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þórir kom við sögu í jafntefli gegn Juventus
Mikael tók þátt gegn nýliðum Pisa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur leikjum lauk með 1-1 jafntefli í efstu deild ítalska boltans í dag og komu tveir Íslendingar inn af bekknum.

Þórir Jóhann Helgason fékk að spila síðustu mínúturnar í 1-1 jafntefli Lecce á útivelli gegn stórveldi Juventus.

Lameck Banda tók óvænt forystuna fyrir Lecce í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Weston McKennie jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og tókst hvorugu liði að bæta marki við leikinn.

Juve var sterkara liðið og fékk dauðafæri til að vinna leikinn þegar Jonathan David steig á vítapunktinn en klúðraði.

Juve er í fimmta sæti með 33 stig eftir 18 umferðir á meðan Lecce er með 17 stig, fimm stigun fyrir ofan fallsvæðið.

Mikael Egill Ellertsson kom þá inn af bekknum í jafntefli Genoa gegn nýliðum Pisa. Lokatölur urðu 1-1 í nokkuð jöfnum slag.

Genoa er þremur stigum fyrir ofan Pisa sem situr í fallsæti.

Nýliðar Sassuolo gerðu líka jafntefli við Parma.

Að lokum var Óttar Magnús Karlsson í byrjunarliðinu hjá AC Renate sem vann 2-1 í Serie C.

Renate er með 28 stig eftir 20 umferðir, í baráttu um sæti í Serie B.

Juventus 1 - 1 Lecce
0-1 Lameck Banda ('45+2 )
1-1 Weston McKennie ('49 )
1-1 Jonathan David ('66 , Misnotað víti)

+Genoa 1 - 1 Pisa
1-0 Lorenzo Colombo ('15 )
1-1 Mehdi Leris ('38 )

Sassuolo 1 - 1 Parma
1-0 Kristian Thorstvedt ('12 )
1-1 Mateo Pellegrino ('24 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
12 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner