Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno mjög ósáttur: Hörmuleg frammistaða
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham var vonsvikinn eftir vandræðalegt tap gegn botnliði Wolves í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Heimamenn í Wolverhampton voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskulduðu sigur gegn bitlausum Hömrum.

„Enginn bjóst við að við myndum spila svona illa í dag, þetta var hörmuleg frammistaða. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis, við þurfum að fara ofan í saumana á þessum leik. Við verðum að horfa í spegilinn og spyrja okkur hvort við séum raunverulega að gera allt í okkar valdi til að snúa þessu við. Ég spyr mig hvort leikmenn átti sig á stöðunni sem við erum í sem lið," sagði svekktur Nuno eftir leik.

„Fyrri hálfleikurinn var vandræðalegur fyrir okkur og ég vil biðja stuðningsmennina sem ferðuðust hingað afsökunar. Þetta er ekki boðlegt. Ástandið hjá félaginu er flókið, við erum að glíma við ýmis vandamál og félagið er að vinna í að finna einhverjar lausnir á leikmannamarkaðinum."

West Ham hefur verið orðað við marga leikmenn á síðustu dögum og festi kaup á brasilíska framherjanum Pablo í gær. Þar að auki er Taty Castellanos á leiðinni til félagsins en Hamrarnir hafa einnig verið orðaðir við Raheem Sterling, Adama Traoré og Jörgen Strand Larsen.

West Ham tekur á móti Nottingham Forest í öðrum fallbaráttuslag á þriðjudaginn. Lærlingar Espírito Santo eru í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Leikurinn gegn Nottingham Forest verður mjög erfiður og við þurfum að bregðast rétt við þessu tapi. Við vorum ömurlegir í dag, það er ekkert sem réttlætir ákveðnar hegðanir sem ég sá. Við gerðum ótrúleg mistök og stundum vantaði allan baráttuvilja í leikmenn, það er gjörsamlega óboðlegt sérstaklega miðað við stöðuna sem við erum í.

„Við þurfum miklu meira frá öllum leikmönnum liðsins. Við megum ekki eiga annan svona leik. Við þurfum á stigum að halda."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner