Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem stórveldi Al-Ittihad vann nauman sigur á heimavelli.
Al-Ittihad var talsvert sterkari aðilinn gegn Al-Taawon en gestirnir fengu þó sín færi til að skora. Lokatölur urðu 1-0 eftir mark frá Muhannad Al-Shanqiti í upphafi síðari hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Moussa Diaby.
Karim Benzema, Steven Bergwijn, N'Golo Kanté, Fabinho og Danilo Pereira voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Ittihad, sem var að vinna fjórða deildarleikinn í röð og situr í fimmta sæti með 23 stig eftir 12 umferðir.
Chris Smalling var þá á sínum stað í byrjunarliði Al-Fayha sem steinlá á heimavelli. Smalling skoraði sjálfsmark í 0-5 tapi gegn Al-Kholood og var Fashion Sakala með honum í byrjunarliðinu.
Bæði lið eiga 12 stig eftir 12 umferðir.
Al-Fateh hafði að lokum betur gegn Al-Shabab. Yacine Adli, Josh Brownhill, Wesley Hoedt og Yannick Carrasco voru allir í byrjunarliði Al-Shabab sem er óvænt í fallbaráttu með 8 stig eftir 12 umferðir.
Al-Ittihad 1 - 0 Al-Taawon
Al-Fayha 0 - 5 Al-Kholood
Al-Fateh 2 - 0 Al-Shabab
Athugasemdir



