Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa, leikmaður Hamars, er gengin til liðs við FC MGARR í Möltu en þetta kemur fram í tilkynningu hjá félaginu.
Júlíana, sem er fædd árið 2000, er uppalin í Fram, en hefur síðustu tvö tímabil spilað í Hveragerði.
Hún á að baki 18 leiki og 3 mörk í deild- og bikar með liðinu en heldur nú á vit ævintýrana.
Júlíana samdi við FC MGARR sem spilar í úrvalsdeildinni á Möltu og mun leika með liðinu fram að sumri.
Hún snýr aftur í Hamar fyrir Íslandsmótið en MGARR er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigum a´eftir ríkjandi meisturum Birkirkara.
Athugasemdir