Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Disasi á leið til Aston Villa
Axel Disasi er á leið til Villa
Axel Disasi er á leið til Villa
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Axel Disasi er á leið til Aston Villa frá Chelsea en þetta fullyrðir Fabrizio Romano með frasanum vinsæla: „Here we go!“ í kvöld.

Disasi hefur í allan dag hafnað því að ganga í raðir Tottenham en félagið hafði náð samkomulagi við Chelsea um lánsfé og greiðslu launa.

Frakkinn var staðráðinn í því að fara til Aston Villa og beið eftir að félagið næði samkomulagi við Chelsea.

Það er nú í höfn. Villa jafnaði lánstilboð Tottenham og mun greiða laun leikmannsins, en hann er nú á leið í læknisskoðun hjá Villa áður en hann skrifar undir.

Ekkert kaupákvæði verður í samningnum og snýr hann því aftur til Chelsea í sumar.

Disasi, sem er 26 ára gamall, verður þriðji leikmaðurinn sem Aston Villa fær á síðasta sólarhringnum, en þeir Marco Asensio og Marcus Rashford komu á láni frá PSG og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner