Framarinn Markús Páll Ellertsson er genginn til liðs við Triestina í C-deildinni á Ítalíu en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum.
Markús er 18 ára gamall sóknarmaður sem lék fyrstu leiki sína með meistaraflokki Fram á síðasta tímabili.
Hann spilaði 7 leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark, sem kom í 7-1 tapinu gegn KR á Meistaravöllum.
Triestina og Fram náðu saman um Markús á dögunum og er hann nú mættur til félagsins, en hann skrifaði undir þriggja ára samning með möguleika á að framlengja um tvö ár til viðbótar.
Triestina greiðir um 10 milljónir króna fyrir þennan hæfileikaríka leikmann.
Markús er yngri bróðir Mikael Egils, sem er á mála hjá Venezia í Seríu A.
Hann verður þriðji leikmaðurinn til að spila með Triestina á þessu tímabili. Kristófer Jónsson er fastamaður í liðinu og þá var Stígur Diljan Þórðarson á mála hjá félaginu í nokkra mánuði áður en hann snéri aftur heim og samdi við Víking.
L'attaccante Markús Páll Ellertsson firma con la Triestina.
— US Triestina Calcio 1918 (@triestina1918) February 3, 2025
Striker Markús Páll Ellertsson joins Triestina.https://t.co/L2RPgmrEFd pic.twitter.com/WeFbA16whL
Athugasemdir