Thomas Frank, stjóri Brentford, var ánægður með frammistöðu Hákons Rafns Valdimarssonar sem var í markinu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-0 gegn Tottenham um helgina
Fyrra markið var ansi klaufalegt en Vitaly Janelt skoraði sjálfsmark þegar boltinn fór í bakið á honum. Lítið sem Hákon gat gert í því.
Seinna markið skoraði Pape Matarr Sarr þegar hann komst einn gegn Hákoni og skaut boltanum í gegnum klofið á honum.
„Heilt yfir var þetta góð frammistaða. Hann var öruggur í höndunum, varði vel þegar þess þurfti. Hann kom boltanum vel frá sér, það var sennilega ekki mjög mikið að gera hjá honum," sagði Frank.
Athugasemdir