Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   mán 03. febrúar 2025 15:37
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo orðinn samherji Alberts hjá Fiorentina (Staðfest)
Galatasaray rifti lánssamningi Nicolo Zaniolo við Atalanta og hefur lánað hann til Fiorentina.

Fiorentina borgar 3,2 milljónir evra fyrir að fá ítalska landsliðsmanninn á láni og er með klásúlu um að geta keypt hann fyrir 15,5 milljónir evra.

Zaniolo er 25 ára og lék um tíma á láni hjá Aston Villa en hann hefur verið á miklu flakki síðan hann yfirgaf Roma 2023.

Hann skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir Atalanta.

Hann verður samherji Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina en liðið er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Það má svo fylgja með að varnarmaðurinn Nicolas Valentini er kominn á lán fra Fiorentina til Hellas Verona. Fiorentina var nýbúið að fá hann frá Boca Juniors.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
2 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
3 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
10 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 14 3 7 4 16 16 0 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Verona 14 1 6 7 10 20 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner