Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 03. mars 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Pele búinn að fá Spútnik-bóluefnið
Pele sæll og glaður með Spútnik í æðum.
Pele sæll og glaður með Spútnik í æðum.
Mynd: Instagram
Fótboltagoðsögnin Pele var með þumalputtann á lofti þegar hann var sprautaður með Spútnik-bóluefninu í heimaborg sinni Santos.

Pele er 80 ára gamall og birti á Instagram mynd af sér fá bólusetninguna, hann er með 5,7 milljón fylgjendur.

„Ég fékk bóluefnið en faraldrinum er ekki lokið. Við þurfum að halda aga til að vernda líf fólks þar til margir eru búnir að fá bóluefni," segir Pele.

Brasilíumaðurinn er einn besti fótboltamaður sögunnar en hann varð þrívegis heimsmeistari með brasilíska landsliðinu.

„Haldið áfram að þvo ykkur um hendurnar og haldið ykkur heima ef mögulegt er. Þegar þið farið út verðið þið að muna eftir grímunum og halda fjarlægð. Við þurfum að hjálpast að."

Margir aðdáendur skrifuðu kveðjur til Pele við færslu hans á Instagram. „Lengi lifi kóngurinn," skrifaði einn þeirra.

Brasilía er það land sem hefur hvað verst lent í heimsfaraldrinum en yfir 257 þúsund manns hafa látist af kórónaveirunni í landinu.
Athugasemdir
banner