
Telma Bastos er búin að skrifa undir tveggja ára samning við Sindra eftir að hafa flutt til Íslands síðasta sumar.
Telma er portúgalskur markvörður sem starfar sem markmannsþjálfari yngri flokka samhliða því að spila fyrir Sindra.
Hún er fædd 1997 og þótti öflug er Sindri endaði með 20 stig úr 15 umferðum í 2. deild kvenna.
„Hún kemur með góða og jákvæða orku inn í liðið og erum við spennt að hafa hana áfram!" segir meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Sindra.
Telma Pais Bastos lék 14 deildarleiki og 2 í Mjólkurbikar fyrir Sindra í fyrra.
Athugasemdir