Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. mars 2024 15:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley ekki unnið í tíu leikjum í röð
Vincent Kompany stjóri Burnley er undir pressu
Vincent Kompany stjóri Burnley er undir pressu
Mynd: Getty Images

Burnley 0 - 2 Bournemouth
0-1 Justin Kluivert ('13 )
0-2 Antoine Semenyo ('88 )


Burnley hefur leikið níu leiki í röð í deildinni án þess að vinna eftir tap gegn Bournemouth í dag. Tíu leikir í röð ef talið er með tap liðsins gegn Tottenham í enska bikarnum.

Justin Kluivert skoraði eina mark leiksins eftir tæplega stundafjórðung.

Burnley reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og þeir héldu að það hafði tekist þegar Josh Cullen fyrirliði liðsins kom boltanum í netið eftir rúmlega klukkutíma leik.

David Coote dómari leiksins dæmdi hins vegar aukaspyrnu á Jacob Bruun Larsen fyrir bakhrindingu í aðdragandanum.

Það var síðan Antoine Semenyo sem gulltryggði Bournemouth sigurinn þegar skammt var til loka leiksins.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner