Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. mars 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Neymar vonast til að fá að spila aftur með Messi
Mynd: EPA
Brasilíski leikmaðurinn Neymar heldur enn í vonina um að hann geti spilað aftur með Lionel Messi.

Neymar, Messi og Luis Suarez myndu eitt sterkasta sóknartríó í sögu fótboltans.

Þeir léku allir saman hjá Barcelona frá 2014 til 2017 áður en Neymar hélt til Paris Saint-Germain.

Messi og Neymar sameinuðust aftur hjá PSG árið 2021 og spiluðu saman í tvö ár áður en þeir yfirgáfu félagið. Neymar fór til Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Messi til Inter Miami í Bandaríkjunum.

Neymar horfir á lið Inter Miami með öfund í dag en þar eru fjórir fyrrum liðsfélagar hans; Messi, Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba, og vonast hann að fá tækifærið til að spila aftur með Messi.

„Ég vona að við munum spila aftur saman. Leo er frábær persóna. Allir þekkja hann. Ég held að hann sé mjög ánægður og ef hann er það, þá er ég það líka,“ sagði Neymar við ESPN á Formúlu 1 mótaröðinni í Barein um helgina.
Athugasemdir
banner
banner