Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez: Darwin er einn besti framherji heims í dag
Mynd: EPA

Darwin Nunez var hetja Liverpool í vægast sagt dramatískum sigri gegn Nottingham Forest í gær.


Það hafa verið högg skorin í leikmannahóp Liverpool að undanförnu en Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai voru komnir á varamannabekkinn í gær eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Liðið átti erfitt uppdráttar í gær en Nunez kom inn með mikla orku og það skilaði sér á níundu mínútu uppbótatímans þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Alexis Mac Allister.

Luis Suarez, landi Nunez og fyrrum leikmaður Liverpool spilar í dag með Inter Miami en hann talaði um landa sinn eftir 5-0 sigur Inter Miami gegn Orlando City í MLS deildinni í nótt.

„Ég sá leikinn. Ég er svo ánægður fyrir hönd Liverpool og Darwin. Hann er einn besti framherji í heimi í dag," sagði Suarez.


Athugasemdir
banner
banner
banner