lau 03. apríl 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Salah vill spila á Ólympíuleikunum"
Mo Salah vill spila fyrir Egyptaland á Ólympíuleikunum
Mo Salah vill spila fyrir Egyptaland á Ólympíuleikunum
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool á Englandi, vill spila með Egyptalandi á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en þetta segir Ahmed Megahed, sem stýrir egypska knattspyrnusambandinu, eins og staðan er í dag.

Shawky Gharieb, þjálfari U23 ára liðs Egyptalands, er búinn að velja Salah í hópinn fyrir Ólympíuleikana en hver og ein þjóð má hafa þrjá eldri leikmenn í hópnum.

Egypska knattspyrnusambandið mun núna setjast niður með Salah og Liverpool til að ræða hlutina og fá samþykki frá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Við sendum Liverpool skilaboð þar sem við sögðum þeim að við værum til í að fara með Salah til Tókýó og þeir ætla að ræða þetta við leikmanninn. Ég veit að Salah vill spila á Ólympíuleikunum. Hann vill hjálpa Egyptum og vonandi samþykkir Liverpool þetta," sagði Megahed við egypsku sjónvarpsstöðina MBC MASR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner