Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
María Þóris í norska hópnum sem mætir Íslandi
Icelandair
María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu
María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu
Mynd: EPA
Hin norska-íslenska María Þórisdóttir er í landsliðshópi Noregs sem mætir Íslandi og Frakklandi í Þjóðadeild Evrópu.

María er 31 árs gömul og spilar stöðu varnarmanns en hún er á mála hjá enska WSL-deildarfélaginu Brighton.

Hún hefur verið að gera ágætis hluti með Brighton á tímabilinu og var valin í norska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni, sem ætti svo sem ekki að koma á óvart, en hún á 71 A-landsleik að baki og farið með Norðmönnum á fjögur stórmót.

Faðir Maríu er Þórir Hergeirsson, titlahæsti þjálfari í sögu norska handboltans. Hún er hins vegar uppalin í Noregi og valdi það að spila fyrir norska landsliðið í stað þess íslenska.

Fyrsti A-landsleikur Maríu var einmitt í 1-0 sigri á Íslandi árið 2015 og gæti nú spilað aftur gegn Íslandi í Þjóðadeildinni.

Ísland og Noregur mætast á Þróttarvelli klukkan 16:45 á morgun og síðan mætir Noregur landsliði Frakklands á þriðjudag.


Athugasemdir
banner