
Glódís Perla Viggósdóttir steig ekki feilspor í vörn íslenska kvennalandsliðsins gegn Skotlandi í kvöld. Ísland vann 4-0 sigur og getur innsiglað sæti á EM með sigri gegn Makedóníu á þriðjudag.
Lestu um leikinn: Skotland 0 - 4 Ísland
„Það er frábær tilfinning að spila með þessu liði. Maður fann það frá fyrstu mínútu. Við vorum á undan í alla bolta og það er svo gaman að spila svona leiki, þar sem allt liðið er samstillt," segir Glódís.
„Við vorum búnar að greiða skoska liðið vel. Við spiluðum frábærlega allan leikinn. Þetta var geggjað. Við stefnum á að vinna þá leiki sem eru eftir og vinna þennan riðil. Við tryggjum okkur á EM með sigri á þriðjudaginn."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir