Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór Salah í hárígræðslu?
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Núna þegar sumarið er að byrja og landsleikir framundan, þá hafa aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar kannski ekki mikið að gera.

Á samfélagsmiðlum síðustu daga hefur verið mikið talað um Mohamed Salah og útlit hans í landsliðsverkefni með Egyptalandi.

Salah ákvað að raka af sér hárið eftir að tímabilið á Englandi kláraðist en fólk virðist sannfært um það að Salah hafi farið í hárígræðslu.

Salah er þekktur fyrir það að skarta afró-i og það vantar ekki þykktina í það, en hárlínan kannski ekki alveg sú besta hjá Egyptanum.

Núna virðist hann vera búinn að kippa því í laginn en fjölmargar myndir af honum hafa verið í dreifingu síðustu daga. Þær má sjá hér fyrir neðan.

Salah, sem er 31 árs, kom að 28 mörkum í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.



Athugasemdir
banner
banner