Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 03. júlí 2020 22:51
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekkert sérstakir í dag," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 1-2 útisigur á Þrótti Vogum fyrr í kvöld.

Brynjar Jónasson kom Þrótturum yfir í dag en Nikola Dejan Djuric skoraði svo tvö mörk fyrir Hauka fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og báru Haukar því sigur úr býtum.

„Það er erfitt að spila fótbolta á þurru grasi, pínu loðið og svo framvegis. Svo eru einstaka hlutir sem við getum gert betur sem ég var ekki alveg sáttur við en við tökum sigrinum að sjálfsögðu."
Heimamenn í Þrótti mættu ungu liði Hauka af mikilli hörku í dag og var Igor nokkuð sáttur með hvernig hans lið höndlaði það.

„Við höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum eða sparka í þá til baka. Það er leikur sem við getum ekki unnið, held ég. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum þeim í ár svo við erum svosem vanir þessu."

Eins og fyrr segir þá skoraði Nikola Dejan Djuric bæði mörk Hauka í leiknum og hefur hann nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar. Igor er sáttur með að hafa Nikola í sýnu liði.

„Það ótrúlega mikilvægt að hafa afgerandi leikmann og Nikola er loksins farinn að gera út um leiki. Það eru ekki lengur bara aukaspyrnur eða vítaspyrnur. Hann er farinn að gera meira og spila betur til baka. Við erum hrikalega ánægðir að hafa hann."

Haukar eru með fullt hús stiga á toppi 2.deildarinnar, ásamt Kórdrengjum. Þegar Igor var spurður út í spilamennsku liðsins það sem af er tímabili þá gaf hann einfaldlega einkunn.

„Eigum við ekki að segja 7,2 af 10"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner