Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fös 03. júlí 2020 22:51
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekkert sérstakir í dag," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 1-2 útisigur á Þrótti Vogum fyrr í kvöld.

Brynjar Jónasson kom Þrótturum yfir í dag en Nikola Dejan Djuric skoraði svo tvö mörk fyrir Hauka fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og báru Haukar því sigur úr býtum.

„Það er erfitt að spila fótbolta á þurru grasi, pínu loðið og svo framvegis. Svo eru einstaka hlutir sem við getum gert betur sem ég var ekki alveg sáttur við en við tökum sigrinum að sjálfsögðu."
Heimamenn í Þrótti mættu ungu liði Hauka af mikilli hörku í dag og var Igor nokkuð sáttur með hvernig hans lið höndlaði það.

„Við höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum eða sparka í þá til baka. Það er leikur sem við getum ekki unnið, held ég. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum þeim í ár svo við erum svosem vanir þessu."

Eins og fyrr segir þá skoraði Nikola Dejan Djuric bæði mörk Hauka í leiknum og hefur hann nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar. Igor er sáttur með að hafa Nikola í sýnu liði.

„Það ótrúlega mikilvægt að hafa afgerandi leikmann og Nikola er loksins farinn að gera út um leiki. Það eru ekki lengur bara aukaspyrnur eða vítaspyrnur. Hann er farinn að gera meira og spila betur til baka. Við erum hrikalega ánægðir að hafa hann."

Haukar eru með fullt hús stiga á toppi 2.deildarinnar, ásamt Kórdrengjum. Þegar Igor var spurður út í spilamennsku liðsins það sem af er tímabili þá gaf hann einfaldlega einkunn.

„Eigum við ekki að segja 7,2 af 10"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner