Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fös 03. júlí 2020 22:51
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekkert sérstakir í dag," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 1-2 útisigur á Þrótti Vogum fyrr í kvöld.

Brynjar Jónasson kom Þrótturum yfir í dag en Nikola Dejan Djuric skoraði svo tvö mörk fyrir Hauka fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og báru Haukar því sigur úr býtum.

„Það er erfitt að spila fótbolta á þurru grasi, pínu loðið og svo framvegis. Svo eru einstaka hlutir sem við getum gert betur sem ég var ekki alveg sáttur við en við tökum sigrinum að sjálfsögðu."
Heimamenn í Þrótti mættu ungu liði Hauka af mikilli hörku í dag og var Igor nokkuð sáttur með hvernig hans lið höndlaði það.

„Við höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum eða sparka í þá til baka. Það er leikur sem við getum ekki unnið, held ég. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum þeim í ár svo við erum svosem vanir þessu."

Eins og fyrr segir þá skoraði Nikola Dejan Djuric bæði mörk Hauka í leiknum og hefur hann nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar. Igor er sáttur með að hafa Nikola í sýnu liði.

„Það ótrúlega mikilvægt að hafa afgerandi leikmann og Nikola er loksins farinn að gera út um leiki. Það eru ekki lengur bara aukaspyrnur eða vítaspyrnur. Hann er farinn að gera meira og spila betur til baka. Við erum hrikalega ánægðir að hafa hann."

Haukar eru með fullt hús stiga á toppi 2.deildarinnar, ásamt Kórdrengjum. Þegar Igor var spurður út í spilamennsku liðsins það sem af er tímabili þá gaf hann einfaldlega einkunn.

„Eigum við ekki að segja 7,2 af 10"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner