Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 03. júlí 2020 22:51
Helgi Fannar Sigurðsson
Igor Bjarni: Höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum
Igor Bjarni Kostic.
Igor Bjarni Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekkert sérstakir í dag," sagði Igor Bjarni Kostic, þjálfari Hauka, eftir 1-2 útisigur á Þrótti Vogum fyrr í kvöld.

Brynjar Jónasson kom Þrótturum yfir í dag en Nikola Dejan Djuric skoraði svo tvö mörk fyrir Hauka fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og báru Haukar því sigur úr býtum.

„Það er erfitt að spila fótbolta á þurru grasi, pínu loðið og svo framvegis. Svo eru einstaka hlutir sem við getum gert betur sem ég var ekki alveg sáttur við en við tökum sigrinum að sjálfsögðu."
Heimamenn í Þrótti mættu ungu liði Hauka af mikilli hörku í dag og var Igor nokkuð sáttur með hvernig hans lið höndlaði það.

„Við höfum hugann við leikinn í staðinn fyrir að væla í dómaranum eða sparka í þá til baka. Það er leikur sem við getum ekki unnið, held ég. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum þeim í ár svo við erum svosem vanir þessu."

Eins og fyrr segir þá skoraði Nikola Dejan Djuric bæði mörk Hauka í leiknum og hefur hann nú skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum deildarinnar. Igor er sáttur með að hafa Nikola í sýnu liði.

„Það ótrúlega mikilvægt að hafa afgerandi leikmann og Nikola er loksins farinn að gera út um leiki. Það eru ekki lengur bara aukaspyrnur eða vítaspyrnur. Hann er farinn að gera meira og spila betur til baka. Við erum hrikalega ánægðir að hafa hann."

Haukar eru með fullt hús stiga á toppi 2.deildarinnar, ásamt Kórdrengjum. Þegar Igor var spurður út í spilamennsku liðsins það sem af er tímabili þá gaf hann einfaldlega einkunn.

„Eigum við ekki að segja 7,2 af 10"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner