Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 03. júlí 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Vonast til að spila á Íslandi í lok ferilsins - „Ég er Valsari"
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas J. Blöndal Petersson er markvörður í U19 landsliði Íslands en hann er einn efnilegasti markvörður þjóðarinnar.

Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið en hann hefur þróað leik sinn hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu síðustu ár. Lúkas hefur búið í Þýskalandi alla tíð, en hann útilokar ekki að spila einhvern tímann á Íslandi í framtíðinni.

„Fyrir kannski tveimur eða þremur árum kom það til greina," segir Lúkas í samtali við Ísland um möguleikann að spila á Íslandi. „Gæðin eru öðruvísi út og aðstaðan líka. Það er betra fyrir mig að vera úti."

En kemur til greina í framtíðinni að spila á Íslandi?

„Já, vonandi þegar ég klára ferilinn. Þegar ég er búinn að spila í þýsku Bundesligunni eða Premier League eða eitthvað þannig. Kannski klára ég ferilinn á Íslandi, hjá Val. Ég er Valsari, ég kom alltaf heim á sumarmótin og spilaði með Val. Mamma er líka Valsari," sagði Lúkas.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner