Lúkas J. Blöndal Petersson er markvörður í U19 landsliði Íslands en hann er einn efnilegasti markvörður þjóðarinnar.
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið en hann hefur þróað leik sinn hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu síðustu ár. Lúkas hefur búið í Þýskalandi alla tíð, en hann útilokar ekki að spila einhvern tímann á Íslandi í framtíðinni.
„Fyrir kannski tveimur eða þremur árum kom það til greina," segir Lúkas í samtali við Ísland um möguleikann að spila á Íslandi. „Gæðin eru öðruvísi út og aðstaðan líka. Það er betra fyrir mig að vera úti."
En kemur til greina í framtíðinni að spila á Íslandi?
„Já, vonandi þegar ég klára ferilinn. Þegar ég er búinn að spila í þýsku Bundesligunni eða Premier League eða eitthvað þannig. Kannski klára ég ferilinn á Íslandi, hjá Val. Ég er Valsari, ég kom alltaf heim á sumarmótin og spilaði með Val. Mamma er líka Valsari," sagði Lúkas.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir