Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 03. ágúst 2024 09:00
Sölvi Haraldsson
Mun sagan endurtaka sig frá því í fyrra?
Lengjudeildin
Munu Eyjamenn hirða toppsætið af Fjölni?
Munu Eyjamenn hirða toppsætið af Fjölni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn áttu frábæran lokakafla í Lengjudeildinni í fyrra.
Skagamenn áttu frábæran lokakafla í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjölnismenn hafa spilað fantavel í sumar.
Fjölnismenn hafa spilað fantavel í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftureldingsliðið í fyrra.
Aftureldingsliðið í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lengjudeild karla hefur farið mjög skemmtilega af stað í ár. Það er spenna á botninum, toppnum og einnig er mikil spenna í baráttunni um umspilssætin.

Fjölnir er á toppi deildarinnar með 32 stig, þar á eftir koma ÍBV og Njarðvík með 25 stig en þau mætast einmitt í dag í Þjóðhátíðarleiknum.


Eyjamenn komnir í gang?

Margir sparkspekingar hafa dregið þá ályktun að Eyjamenn eru að detta í gang núna og gætu tekið toppsætið af Fjölni í næstu leikjum. Með sigri á Njarðvíkingum í dag minnka Eyjamenn bilið í Fjölni niður í fjögur stig. Næsti leikur ÍBV eftir Þjóðhátíðarleikinn er einmitt gegn Fjölni. Svokallaður 6 stiga leikur.

Skyldu Eyjamenn vinna næstu tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, verður bilið í Fjölni komið niður í eitt stig og 6 leikir eftir af deildinni. 

Fjölnismenn hafa verið að hiksta í seinustu leikjum. Þeir hafa ekki unnið í seinustu tveimur leikjum en þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Þrótti Reykjavík í seinasta leik þar sem Þróttarar voru heilt yfir betri í leiknum. Í seinustu 5 leikjum hafa þeir einungis unnið tvo leiki á meðan Eyjamenn hafa unnið fjóra leiki í seinustu fimm leikjum sínum.

Gengi liðanna er að breytast og það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi áfram í næstu leikjum. Sérstaklega í ljósi þess að það styttist í innbyrðis viðureignina milli Fjölnis og ÍBV.

Eini tapleikur Fjölnis á leiktíðinni kom gegn ÍR á útivelli en þeir hafa einnig gert 5 jafntefli í sumar. Tímabilið hjá Fjölni og ÍBV er nánast undir 9. ágúst þegar liðin mætast í Grafarvoginum.

Mun sagan endurtaka sig?

Hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum en því fengu Mosfellingar svo sannarlega að kynnast í fyrra þegar þeir voru með 8 stiga forystu á ÍA í 13. umferð en enduðu leiktíðina í 2. sæti, 6 stigum á eftir ÍA.

ÍA vann Aftureldingu 5-2 í 14. umferð í fyrra í Mosfellsbænum og minnkuðu bilið í Aftureldingu niður í 5 stig eftir þann sigur. En eftir leikinn breyttist gengi liðanna. Afturelding fór að tapa stigum í hinum og þessum leikjum á meðan Skagamenn settu í gír og voru ósigraðir í seinustu 7 leikjum mótsins. 

Líkt og ÍBV í ár þá fóru Skagamenn ekki af stað eins og þeir vildu í Lengjudeildinni í fyrra en kláruðu tímabilið með stæl og unnu leikina sem þeir þurftu að vinna. Leikur ÍA gegn Aftureldingu í fyrra minnir fólk mjög mikið á komandi leik Fjölnis og ÍBV í 16. umferðinni þann 9. ágúst. 

Vonbrigðin að lenda í umspilssæti

Margir hafa talað um vonbrigði Mosfellinga í fyrra að hafa misst forystuna niður til Skagamanna. Eftir frábæra byrjun á mótinu þurftu þeir að sætta sig við 2. sætið en hafði það áhrif á hópinn? Það gerði það allavegana ekki til að byrja með.

Afturelding vann báða leikina gegn Leikni í undanúrslitunum í umspilinu en þegar mætt var til Laugardalsvallar í úrslitaleikinn sjálfan um sæti í Bestu deildinni gegn Vestra var sagan önnur. Eftir steindauðar 90 mínútur fékk Afturelding sigurmarkið á sig í framlengingu og einnig fékk leikmaður Aftureldingar rautt spjald í framlengingunni. Tímabilið farið í einum leik.

Klárlega gífurleg vonbrigði hjá Mosfellingum að enda tímabilið svona eftir að hafa verið með Bestu deildina innan seilingar nánast allt tímabilið.

Í ár hefur Afturelding farið mjög hægt af stað og byrjað leiktíðina mun hægar og verr en þeir og aðrir áttu von á. Þeir misstu marga lykilleikmenn fyrir tímabilið og eiga erfitt með að tengja saman sigra.

Hvort eitthvað svipað gerist með Fjölni í ár veit maður auðvitað ekki en staðan í deildinni er farin að minna fólk mjög mikið á stöðuna í deildinni í fyrra á sama tíma. 

Það verður gífurlega spennandi að fylgjast með gangi mála og hvernig þetta æxlast allt saman í þessari æsispennandi Lengjudeild.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
6.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner