þri 03. september 2019 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Real Madrid sakaður um að dreifa barnaklámi
Cristoph Metzelder í leik með Real Madrid
Cristoph Metzelder í leik með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Þýskalandi gerði húsleit heima hjá Cristoph Metzelder, fyrrum varnarmanni Real Madrid og þýska landsliðsins á dögunum, en hann er sakaður um að dreifa barnaklámi.

Metzelder, sem er 38 ára gamall í dag, lék með Borussia Dortmund, Real Madrid og Schalke, framan á ferlinum en auk þess spilaði hann 47 landsleiki fyrir þýska landsliðið.

Hann var í þýska liðinu sem hafnaði í öðru sæti á HM 2002 og þriðja sæti árið 2006. Þá var hann einnig í hópnum á EM 2008 er liðið tók annað sætið.

Metzelder er nú í miklum vandræðum en lögreglan í Þýskalandi gerði húsleit heima hjá honum en Metzelder er grunaður um dreifingu á barnaklámi.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Þýskalands var á miðju þjálfaranámskeiði er lögreglan náði á honum. Lögreglan gerði tölvu og síma upptæk og fylgdi þá honum að heimili hans í Düsseldorf á meðan frekari leit fór fram en Metzelder var þó ekki handtekinn.

Upplýsingarnar sem lögreglan fékk komu frá fyrrverandi kærustu Metzelder en hún gat sýnt fram á 15 myndir sem voru í dreifingu á samskiptaforritinu Whatsapp. Rannsóknin er í fullum gangi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner