þri 03. september 2019 09:18
Magnús Már Einarsson
Sancho opnar á Manchester United
Powerade
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er styttri en oft áður enda er búið að skella öllum félagaskiptagluggum í lás fram í janúar.



Phil Neville, þjálfari kvennaliðs Englands, er efstur á óskalista Bandaríkjanna sem eftirmaður Jill Ellis. Lið Bandaríkjanna vann HM í sumar. (Mail)

Ekkert varð af félagaskiptum Neymar til Barcelona í sumar. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, vildi ekki leyfa leikmanninum að fara nema eitthvað félag myndi slá heimsmetið og borga 300 milljónir evra (272 milljónir punda) fyrir hann. (L'Equipe)

Jadon Sancho (19) kantmaður Borussia Dortmund hefur opnað á að fara til Manchester United en hann segist vera til í að fara aftur heim til Englands. (Mirror)

Manchester United sendi njósnara á leik Benfica og Braga um helgina til að skoða varnarmanninn Ruben Dias (22) og miðjumanninn Florentino Luis (20). (Mirror)

Aðdáendasíða Liverpool hefur kallað eftir því að félagið selji Mohamed Salah (27) og kaupi þess í stað Kylian Mbappe frá PSG, Sancho frá Dortmund eða Kai Havertz (20) miðjumann Bayer Leverkusen. (Mirror)

Laurens de Bock (26), vinstri bakvörður Leeds, segir að Netflix þættirnir 'Til I Die' um lið Sunderland hafi sannfært sig um að fara til félagsins á láni. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner